Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur í Ásgarði – Mögnuð endurkoma Tyson-Thomas

Njarðvíkurstúlkur gerðu góða ferð í Garðabæinn í kvöld, en liðið landaði sínum fimmta deildarsigri í Domino´s-deild kvenna með 74-83 útisigri gegn Stjörnunni.

Carmen Tyson-Thomas sem hefur átt við meiðsli í hné að stríða, átti magnaða endurkomu fyrir Njarðvíkinga, en hún skoraði 50 stig, tók 18 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og átti 3 stolna bolta. María Jónsdóttir skoraði 8 stig og tók 4 fráköst og Björk Gunnarsdóttir skoraði 6 stig, tók 7 fráköst og átti 5 stoðsendingar.

Njarðvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig, eftir sigurinn í kvöld.