sudurnes.net
Njarðvíkursigur í Ásgarði - Mögnuð endurkoma Tyson-Thomas - Local Sudurnes
Njarðvíkurstúlkur gerðu góða ferð í Garðabæinn í kvöld, en liðið landaði sínum fimmta deildarsigri í Domino´s-deild kvenna með 74-83 útisigri gegn Stjörnunni. Carmen Tyson-Thomas sem hefur átt við meiðsli í hné að stríða, átti magnaða endurkomu fyrir Njarðvíkinga, en hún skoraði 50 stig, tók 18 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og átti 3 stolna bolta. María Jónsdóttir skoraði 8 stig og tók 4 fráköst og Björk Gunnarsdóttir skoraði 6 stig, tók 7 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Njarðvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig, eftir sigurinn í kvöld. Meira frá SuðurnesjumBjóða upp á skotnámskeið fyrir börn og unglingaDaníel Leó valinn í U21 landsliðiðFrábær árangur hjá 3N í Challenge IcelandSigrar hjá Keflavík og Njarðvík – Grindavík tapaðiFjórir grunnskólar Reykjanesbæjar í úrslitum SkólahreystiSex Suðurnesjastúlkur í landsliðshópnum í körfuknattleikNjarðvíkurstúlkur áfram í MaltbikarnumVíðir heldur sæti sínu í 3. deild þrátt fyrir tapSveit Grindavíkur Íslandsmeistarar stúlkna í skákKeflvíkingar bikarmeistarar eftir sigur á Njarðvíkingum