Nýjast á Local Suðurnes

Hvernig tökum við á móti ferðamönnum? Isavia býður til morgunfundar

Framundan er stærsta sumar frá upphafi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Miklar áskoranir felast í því fyrir alla þá sem starfa innan greinarinnar. Rekstraraðili Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Isavia, býður til morgunfundar miðvikudaginn 18. maí kl 9-10:15 á Hotel Reykjavik Natura, þar sem farið verður yfir stöðu mála og útskýrt hvernig fyrirtækið muni bregðast við auknum ferðamannafjölda.

Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar, Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia og Einar Einarsson framkvæmdastjóri Gallup munu fræða gesti um starfsemi flugstöðvarinnar og nýjan Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá fundarins og skrá þátttöku hér.