Nýjast á Local Suðurnes

Ókeypis ráðgjöf um markaðssetningu handverks

Fimmtudaginn 18. janúar mun Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, hitta grindvískt handverksfólk og hönnuði í Kvikunni. Boðið verður uppá samtal og ráðgjöf um markaðssetningu yfir kaffibolla og hefst fundurinn klukkan 16.

Þeir sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun, eða eru að framleiða ýmsar sértækar íslenskar vörur/hluti eru hvattir til að koma og hlýða á ráð Sunnevu og ræða þær áskoranir sem bíða þeirra sem búa yfir góðri hugmynd, eru að koma henni í framkvæmd eða þurfta að finna góðar leiðir til að koma framleiðslu sinni til kaupenda.

Handverk og hönnun er sjálfseignarstofnun, meginmarkmið starfseminnar er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar, og auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.

Stefnt er að því að halda hönnunarsýningu með afurðum og verkum Suðurnesjamanna í Grindavík í Menningarvikunni, sem haldin verður dagana 10.-18. mars 2018. Auglýst verður eftir þátttakendum á nýju ári.

Aðgangur að fundinum með Sunnevu er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.