Nýjast á Local Suðurnes

Keilir býður ekki upp á tölvuleikjabraut í haust – “Kerfið svifaseint”

Nám í tölvu­leikja­braut hjá Keili á Ásbrú í Reykja­nes­bæ hefst ekki næst­kom­andi haust eins og stefnt hef­ur verið að, en Keilir stefndi á að bjóða upp á námið, meðal annars til að bregðast við ósk­um fyr­ir­tækja um að eiga aðgang að vel menntuðu fólki til starfa inn­an grein­ar­inn­ar.

Að sögn Ar­in­björns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis reyndist ekki mögulegt að fá samþykki ráðuneytis fyrir náminu.

„Mennta­málaráðuneytið hef­ur ekki verið jafn áhuga­samt og at­vinnu­lífið og vænt­an­leg­ir nem­end­ur voru,“ seg­ir Ar­in­björn Ólafs­son, markaðsstjóri Keil­is, við Morg­un­blaðið. „At­vinnu­lífið er í stöðugri framþróun og verður sí­fellt kvik­ara. Á meðan virðist kerfið enn vera svifa­seint og lengi að bregðast við nýj­um kröf­um og þörf­um at­vinnu­lífs­ins.“

Undirbúningur námsbrautarinnar var meðal annars unnin í samvinnu við CCP og aðra tölvu­leikja­fram­leiðend­ur á Íslandi, ásamt Sam­tök­um leikja­fram­leiðenda og alþjóðleg­um skól­um í tölvu­leikja­gerð.