Nýjast á Local Suðurnes

Með vel nestaðar eðlur í farangri

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu nýverið við hefðbundið eftirlit ferðalang sem var að koma frá Barcelona. Hann var ekki einn á ferð þótt svo hefði mátt ætla því í farangri hans fundust fimm sprelllifandi eðlur. Þær voru í plastbúri í ferðatösku mannsins og  höfðu verið ferðbúnar með salatblöð og fleira í nesti.

Tollverðir lögðu hald á eðlurnar þar sem óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, samkvæmt lögum um innflutning dýra nr. 54/1990. Var þeim komið í eyðingu á dýraspítala.