Nýjast á Local Suðurnes

Hafnarfjarðarbær semur við Skólamat

Mynd: Skólamatur - Fanný Axelsdóttir og Axel Jónsson eftir að samningar við Hafnarfjarðarbæ voru undirritaðir árið 2017

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Suðurnesjafyrirtækið Skólamat ehf. um framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar. Átta grunnskólar eru starfræktir í Hafnarfirði og 17 leikskólar.

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Skólaasks um að ljúka samningi milli aðila um þjónustu á mat fyrir grunn- og leikskóla bæjarins, þar sem báðir aðilar höfðu áhuga á að losna undan samningum.  Munnlegt samkomulag um samningslok náðust á dögunum og í kjölfarið var gengið til samninga við Skólamat.

Fanný Axelsdóttir og Axel Jónson við Ráðhús Hafnarfjarðar eftir að samningar náðust við sveitarfélagið