Elvar Már til Grikklands

Njarðvíkingurinn og landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við PAOK í Grikklandi. Hann kemur til liðsins frá Rytas Vilnius í Litáen.
PAOK bauð Elvar velkominn í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Á síðasta tímabili lenti PAOK í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar.