Nýjast á Local Suðurnes

Már Gunnarsson mun keppa á EM fatlaðra í sundi

Stjórn ÍF hefur samþykkt tillögu Sundnefndar ÍF og Ólympíuráðs um að senda 4 einstaklinga á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug. 
Mótið fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí næstkomandi. Már Gunnarsson mun verða fulltrúi ÍRB á mótinu.
Már mun keppa í 100m skriðsundi, 400m skriðsundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi. Þess má geta að Már er nýkominn úr æfingaferð með ÍF til Miami sem gekk afar vel.