Veðurstofan gefur út gula viðvörun – Færð gæti spillst á sunnudag
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, sem tekur gildi undir kvöld á morgun, sunnudag og gildir fram yfir miðnætti. Búist er við suðaustan stormi 15-23 m/s.
Hvassviðrinu fylgir slydda eða snjókoma í fyrstu en hlýnar og fer að rigna þegar líður á. Færð gæti spillst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu auk þess að þegar það fer að rigna má búast við vatnselg. Fólk er því hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og einnig að ganga frá lausamunum sem gætu fokið.