Nýjast á Local Suðurnes

Veðurstofan gefur út gula viðvörun – Færð gæti spillst á sunnudag

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veður­stof­an hef­ur gefið út gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, sem tek­ur gildi und­ir kvöld á morgun, sunnudag og gild­ir fram yfir miðnætti. Bú­ist er við suðaust­an stormi 15-23 m/​s. 

Hvassviðrinu fylg­ir slydda eða snjó­koma í fyrstu en hlýn­ar og fer að rigna þegar líður á. Færð gæti spillst á Suðurnesjum og á höfuðborg­ar­svæðinu auk þess að þegar það fer að rigna má bú­ast við vatns­elg. Fólk er því hvatt til að hreinsa frá niður­föll­um og einnig að ganga frá lausa­mun­um sem gætu fokið.