Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli í á þriðju klukkustund

Myndin tengist fréttinni ekki

Mikill vindur á Keflavíkurflugvelli hefur ollið því að erfitt hefur verið fyrir farþega að yfirgefa flugvélar á Keflavíkurflugvelli nú seinni part dags þar sem ekki hefur tekist að koma að stiga eða landgangi að flugvélum.

Frá þessu er greint á Vísi.is hvar haft er eftir Sólmundi Hólm Sólmundarsyni, útvarpsmanni, sem hefur verið um borð í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, í tæplega þrjár klukkustundir.

„Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand.“ Segir Sólmundur.