Nýjast á Local Suðurnes

Hávaxinn framherji til Njarðvíkur

Linda Þórdís B. Róbertsdóttir uppalin Skagafjarðarmær hefur ákveðið að spila með Njarðvík í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik, það sem eftir lifir móts.

Linda sleit yngriflokka skóm sínum með liði Tindastól og spilaði upp yngriflokka með liðinu og með yngri landsliðum Íslands. Linda var í Norðurlandameistaraliði Íslands í U-16 árið 2014. Linda er í æfingahóp U-20 landsliðsins. Linda er 182 cm á hæð og fædd árið 1988. Hún spilar stöðu framherja/miðherja.