Nýjast á Local Suðurnes

Þórður vann Toyota bifreið í Lionshappdrætti

Að venju var dregið í Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur  á þorláksmessu, en vinningarnir í ár voru veglegir líkt og áður.

Að drætti loknum er ávallt reynt að koma vinningum til vinningshafa eins fljótt og auðið er, segir á heimasíðu Lions og engin breyting varð á því í ár. Þórður Þórðarson, aðal vinningshafi kvöldsins, kom því og tók kátur á móti lyklum að nýjum Toyota Aygo.

Vinningsnúmerin má sjá hér fyrir neðan:

1. vinningur: 258
2. vinningur: 249
3. vinningur: 2421
4. vinningur: 1268
5. vinningur: 689
6. vinningur: 1289
7. vinningur: 248
8. vinningur: 1105
9. vinningur: 1248
10. vinningur: 933
11. vinningur: 1432
12. vinningur: 737

(Númerin eru fengin af heimsíðu Lions og birt með fyrirvara um innsláttarvillur).