Einar Orri í Reyni
Knattspyrnumaðurinn reynslumikli, Einar Orri Einarsson er genginn til liðs við Reyni en hann skrifaði undir samning í dag og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Einar er 33 ára miðjumaður en hann á að baki 326 leiki með Keflavík, Kórdrengjum og Njarðvík.
“Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Reyni. Þetta er félag með langa sögu og mikla ástríðu. Ég hlakka til að láta til mín taka á vellinum í hvítu treyjunni” sagði Einar af þessu tilefni