Nýjast á Local Suðurnes

HSS fær ný tæki og eykur þjónustu

Ný röntgendeild opnar innan skamms á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með nýju röntgentæki og fjármagn fyrir nýju
sneiðmyndatæki er tryggt og komið í útboðsferli.

Þetta kemur fram í pistli forstjóra stofnunarinnar, Markúsar Ingólfs Eiríkssonar, sem birtur er á heimasíðu HSS.

Þessi bætta aðstaða mun styðja við nýja og
nútímalega slysa- og bráðamóttöku sem verður um þrefalt stærri en sú sem fyrir er. Vonir eru
bundnar við að framkvæmdir við hana hefjist á næstu vikum og að hún muni taka til starfa
fyrir árslok. Þessar miklu breytingar gera okkur kleift að efla þjónustuna í heimabyggð og
fækka þeim tilvikum að senda þurfi skjólstæðinga á Landspítala í Fossvogi. Breytingar sem
þessar bæta ekki einungis þjónustuna heldur draga þær einnig úr álagi á Landspítala og lækka
heildarkostnað í heilbrigðiskerfinu, segir í pistlinum.

Þá segir í pistlinum að ný sjúkradeild með 19 sjúkrarýmum og 8 dagdeildarrýmum mun taka til starfa á síðari
helmingi ársins.

Tilkoma nýju sjúkradeildarinnar mun gera okkur kleift að veita aukna
sjúkrahússþjónustu á svæðinu sem og að auka viðbragðsgetu sjúkrahússþjónustunnar á
SV.horninu ef áföll dynja yfir. Reynslan af heimsfaraldrinum kennir okkur að skortur á slíkum
sveigjanleika getur valdið hvoru tveggja samfélags- og fjárhagslegu tjóni, segir Markús í pistlinum.

Þá segir í pistlinum að unnið sé að því að bæta þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar, meðal annars með endurmenntun og aukinni fræðslu.

Starfsfólk vinnur stöðugt að því að bæta þjónustuna til skemmri tíma litið. Forgangsröðun skjólstæðinga hefur verið innleidd og er opin frá klukkan 8-20 alla virka daga. Tilgangur hennar er að beina erindum á rétta staði og veita einfaldari erindum úrlausn á heilsugæslunni sem annars hefðu farið á slysa- og bráðamóttöku. Áhersla hefur verið lögð á heilsueflandimóttöku í forvarnarskyni. Búið er að koma endurmenntun og fræðslumálum fagfólks í mjög gott horf. Samskonar vinna á sér stað í gæðamálum en þar hefur t.d. verið innleitt rafræntl yfjaumsjónarkerfi og rafrænt lyfjafyrirmælakerfi og innleiðing á rafrænu lyfjagjafakerfi er hafin. Atvikaskráning hefur verið efld með rafrænni skráningu og eftirfylgni á umbótum í kjölfar atvika.