sudurnes.net
HSS fær ný tæki og eykur þjónustu - Local Sudurnes
Ný röntgendeild opnar innan skamms á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með nýju röntgentæki og fjármagn fyrir nýjusneiðmyndatæki er tryggt og komið í útboðsferli. Þetta kemur fram í pistli forstjóra stofnunarinnar, Markúsar Ingólfs Eiríkssonar, sem birtur er á heimasíðu HSS. Þessi bætta aðstaða mun styðja við nýja ognútímalega slysa- og bráðamóttöku sem verður um þrefalt stærri en sú sem fyrir er. Vonir erubundnar við að framkvæmdir við hana hefjist á næstu vikum og að hún muni taka til starfafyrir árslok. Þessar miklu breytingar gera okkur kleift að efla þjónustuna í heimabyggð ogfækka þeim tilvikum að senda þurfi skjólstæðinga á Landspítala í Fossvogi. Breytingar semþessar bæta ekki einungis þjónustuna heldur draga þær einnig úr álagi á Landspítala og lækkaheildarkostnað í heilbrigðiskerfinu, segir í pistlinum. Þá segir í pistlinum að ný sjúkradeild með 19 sjúkrarýmum og 8 dagdeildarrýmum mun taka til starfa á síðarihelmingi ársins. Tilkoma nýju sjúkradeildarinnar mun gera okkur kleift að veita auknasjúkrahússþjónustu á svæðinu sem og að auka viðbragðsgetu sjúkrahússþjónustunnar áSV.horninu ef áföll dynja yfir. Reynslan af heimsfaraldrinum kennir okkur að skortur á slíkumsveigjanleika getur valdið hvoru tveggja samfélags- og fjárhagslegu tjóni, segir Markús í pistlinum. Þá segir í pistlinum að unnið sé að því að bæta þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar, meðal [...]