Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Auðun endaði í 9. sæti á Íslandsmótinu í póker

Guðmundur Auðun einbeyttur á svip - Mynd Pókersamband Íslands

Guðmundur Auðun Gunnarsson endaði í 9. sæti á Íslandsmeistaramótinu í póker sem fram fór um helgina. Gamanið var stutt hjá Guðmundi á lokaborðinu en hann féll úr leik strax í fyrstu hönd þegar liðnar vorur rúmar fimm mínútur af mótinu.

14:00 Hönd 1 Allinn og kall í fyrstu hönd. 9.sæti Guðmundur Auðun Gunnarsson

Guðmundur Auðun hækkar í 17k. Leó Endurhækkar í 41k. Blindarnir folda. Gummi fer allinn. Leó Snappkallar. Allinn og kall í fyrstu hönd. A A gegn A  K  borðið hjálpar ekki og Gummi er út í fyrstu hönd. Sagði í beinni textalýsingu Pókersambands Íslands frá mótinu.

Árangur Guðmundar verður þó að teljast nokkuð góður en Íslandsmeistaramótið fór þannig fram að spilað var í þrjá daga í Borgarnesi fyrir hálfum mánuði og voru um 130 spilarar skráðir til leiks. Guðmundur sagði í samtali við Local Suðurnes eftir það mót að það tæki á að spila gegn sterkum spilurum í þrjá daga:

“Svona mót taka á bæði líkamlega og andlega. Það tekur nefnilega lúmskt mikið á að sitja við borðið tímunum saman og svo auðvitað er þetta svo mikill hugarleikur að menn þurfa að vera úthvíldir til þess að geta tekið réttar ákvarðanir í erfiðum aðstæðum.”

Guðmundur Auðun hefur lagt stund á póker í 8 ár og hefur sex sinnum tekið þátt í Íslandsmótinu og náði sínum besta árangri hingað til árið 2011 þegar hann lenti í sjötta sæti.