Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík fær tvo öfluga leikmenn

Körfuknatt­leiks­menn­irn­ir Ragn­ar Örn Braga­son og Sig­urþór Ingi Sig­urþórs­son hafa skrifað und­ir samn­inga við Körfuknattleiksdeild Kefla­víkur og munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Kefla­vík hef­ur þar með samið við þrjá leik­menn á skömm­um tíma, en Þröst­ur Leó Jó­hans­son gekk í raðir Kefla­vík­ur á dög­un­um.

Það er mbl.is sem greinir frá þessu í morgun. Ragn­ar Örn, hef­ur und­an­far­in ár spilað með Þór Þor­láks­höfn og Sig­urþór Ingi hef­ur leikið með Bær­um í Nor­egi.