Nýjast á Local Suðurnes

Sigur í fyrsta leik undir stjórn Hermanns

Þróttarar úr Vogum mættu Völsungi í annari deild knattspyrnunnar í dag en um var að ræða fyrsta leikinn undir stjórn reynsluboltans Hermanns Hreiðarssonar.

Völsungur náði forystu á fyrstu mínútu leiksins, en Brynjar Jónasson jafnaði fyrir Þrótt á 43. mínútu og Alexander Helgason skoraði sigurmark í 2-1 sigri á 64. mínútu og tryggði þannig sigur í fyrsta leik liðsins undir stjórn Hermanns.