Nýjast á Local Suðurnes

Vill reisa 6.000 fermetra flugskýli

Mynd: Skjáskot RÚV

Eigandi flugþjónustufyrirtækisins ACE FBO, sem hefur starfsemi á Reykjavíkurflugvelli, hefur viðrað hugmyndir um að reisa sex þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun, en þar er haft eftir upplýsingafulltrúa Isavia, rekstraraðila flugvallarins, að í undirbúningi sé útboð vegna umræddrar lóðar og að lóðir á svæðinu séu ekki afhentar til einstakra aðila án útboðs.