Kynna nýja frummatsskýrslu vegna kísilvers
Skipulagsstofnun hefur birt frummatsskýrslu um endurbætur á kísilverksmiðju Stakksberg í Helguvík.
Frá og með morgundeginum mun skýrslan liggja frammi á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun til 26. júní næstkomandi.
Á ofangreindu tímabili verður mögulegt að leggja fram athugasemdir og skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júní 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Hægt er að kynna sér skýrsluna á vef Skipulagsstofnunar og hér að neðan.