Nýjast á Local Suðurnes

Þekkt söngkona þakklát starfsfólki á Keflavíkurflugvelli og HSS

Söngkonan vinsæla Greta Salóme var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo bráðamóttökuna í Fossvogi eftir að hafa veikst alvarlega á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Greta er þakklát starfsfólki á Keflavíkurflugvelli og  segir starfsfólk HSS og bráðamóttöku vera ofurhetjur

Í samtali við Mannlíf segir Greta veikindin hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti en  fram að þessu hafði hún aldrei verið veik.

„Þetta er ótrúlega ólíkt mér og ég hef aldrei misst heilsu og verið svona algjörlega bjargarlaus. Ég missti tilfinningu í höndum, fann ekki fyrir vörunum á mér og sá ekki skýrt. Ég datt bara út, komin með 41 stiga hita og þetta var bara alveg ömurlegt. Mæli ekki með.“

Gretu Salóme líður vel í dag og segist vera nánast við fulla heilsu. Hún er mjög þakklát starfsfólkinu á Keflarvíkurflugvelli fyrir að hlúa að sér og kallar starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bráðamóttökunar ofurhetjur.

„Það var sama hvar ég kom, það voru allir alveg ótrúlegir og fáránlega gott viðmót sem maður fékk alls staðar þrátt fyrir ömurlegar aðstæður sem þau vinna við. Þau eiga svo miklu betra skilið, en ástandið sem þau vinna við í dag.