Nýjast á Local Suðurnes

Stefán Ljubicic yfirgefur Keflavík

Knatt­spyrnumaður­inn Boj­an Stefán Lju­bicic er á för­um frá Kefla­vík en hann hef­ur fengið heim­ild frá stjórn fé­lags­ins til að fara þaðan á láni út þetta keppn­is­tíma­bil. Þetta kemur fram á mbl.is, en þar segir að ástæðan sé sú að hann hafi ekki fengið mörg tæki­færi í síðustu leikj­um liðsins.

Boj­an er 24 ára gam­all miðjumaður eða kant­maður og hef­ur leikið all­an sinn fer­il með Kefl­vík­ing­um, með meist­ara­flokki fé­lags­ins frá 17 ára aldri, og lék með U19 ára landsliðinu á sín­um tíma.