Grindvíkingar í úrslit Geysisbikarsins

Grindavík mun leika til úrslita í Geysisbikarnum eftir sigur á Fjölni í kvöld, 74 – 91.
Leikurinn var bráðskemmtilegur á að horfa og sigur Grindvíkinga langt í frá jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Jafnræði var með liðunum allt þar til um miðbik fjórða leikhluta að Grindvíkingar sihu framúr.
Sigtryggur Arnar Björnsson var besti maður vallarins í kvöld, en hann skoraði 25 stig fyrir Grindavík.
Það kemur svo í ljós síðar í kvöld hvort Grindvíkingar fái Stjörnuna eða Tindastól sem mótherja í úrslitaleiknum.