Nýjast á Local Suðurnes

Sóttu slasaðan einstakling á Þorbjörn við erfiðar aðstæður

Um hádegisbilið í dag var björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út ásamt sjúkrabíl vegna einstaklings sem hafði hrasað ofarlega í Þorbirni og slasast þó nokkuð.

Mikil úrkoma og vindur var á svæðinu sem gerði verkefnið flóknara en ella þar sem allt gras var mjög sleipt og erfitt yfirferðar í brattanum. Vel gekk að komast að viðkomandi og var honum komið örugglega í sjúkrabíl næstum tveimur klukkustundum síðar.

Eins og sjá má á myndinni voru aðstæður nokkuð krefjandi.