Árið fer vel af stað við Grindavíkurhöfn

Jarðhræringar höfðu mikil áhrif á umsvifin í Grindavíkurhæfn á síðasta ári, en einungis fimm skip lönduðu í þeim mánuði, samanborið við 53 landanir í janúar síðastliðnum.
Í liðnum janúar var landaður afli um 1900 tonn en í janúar 2024 var aflinn um 330 tonn.
Haft er eftir Sigurði Kristmundssyni, hafnarstjóra Grindavíkurhafnar, á vef Grindavíkurbæjar, að árið fari vel af stað og að hægt sé að vera bjartsýn á komandi tíma.