Nýjast á Local Suðurnes

Segir Reykjanesbæ kominn að þolmörkum

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson, segir sveitarfélagið komið að þolmörkum varðandi móttöku flóttamanna og ekki geta tekið við fleiri. Bæjarstjórinn ræddi móttöku flóttafólks í Kastljósi, ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar í gærkvöldi.

Reykjanesbær tekur, líkt og alþjóð veit, við hlutfallslega fleiri umsækjendum um vernd en flest önnur sveitarfélög og sagði Kjartan Már meðal annars að álag á skólakerfi og almenningssamgöngur væri mikið. Báðir bæjarstjórar voru sammála um að ríkið þyrfti að koma að því að aðstoða sveitarfélögin í skólamálum.

Í máli Kjartans Más kom fram að um 1100 flóttamenn væru búsettir í Reykjanesbæ um þessar mundir og að sveitarfélagið gæti ekki tekið á móti fleirum.