Nýjast á Local Suðurnes

Mikið álag og verkefnum forgangsraðað eftir alvarleika

Neyðarlínan 112 hefur kallað út aukamannskap á varðstofu og býst við miklu álagi í kvöld og nótt.

Við hvetjum fólk til að halda sig innan dyra og leggja sig ekki í óþarfa hættu og ekki hika við að hringja í okkur ef ykkur vantar aðstoð. Við viljum samt benda á að það gæti orðið bið eftir aðstoð en verkefnum er forgangsraðað eftir alvarleika. Segir á facebook-síðu Neyðarlínunnar.