Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi til Frakklands

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Haukur Helgi Pálsson gekk í dag til liðs við Rouen í Frakklandi. Haukur sem endurnýjaði nýverið samning sinn við félagið hafði klásúlu um að ef færi gæfist gæti hann gengið til liðs við erlent félag. Haukur var með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í Dominos deildinni á síðasta tímabili. Hann var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ.

KKD Njarðvíkur óskar Hauk Helga til hamingju með nýja samninginn og þakkar honum einnig fyrir þann tíma sem hann starfaði hjá félaginu. Haukur var frábær liðsmaður bæði innan sem utan vallar, ljóst er því að mikil eftirsjá verður af honum. Við vonum að honum vegni sem best í Frakklandi en vonumst eftir að fá hann aftur í grænt í framtíðinni. Segir í tilkynningu frá KKD Njarðvíkur.