Nýjast á Local Suðurnes

Misjafnt gengi Suðurnesjaliða í Borgunarbikarnum

Ómar Jóhannsson

Suðurnesjaliðin fóru misjafnlega af stað í Borgunarbikarnum í knattspyrnu, en önnur umferð keppninnar hófst í gær. Keflvíkingar og Grindvíkingar komust áfram en Þróttur Vogum og Njarðvík féllu úr leik.

Keflvíkingar lögðu Skallagrím að velli í Borgarnesi 0-2 þar sem Sigurbergur Elísson og Daníel Gylfason skoruðu mörkin sem skildu liðin að. Grindvíkingar lögðu Örninn á heimavelli með marki frá Alexander Veigari Þórarinssyni.

Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvíkingaum yfir gegn Selfossi, en það dugði ekki til ar sem þeir grænklæddu fengu á sig tvö mörk. Þróttar töpuðu gegn Gróttu á heimavelli, eftir að hafa gert slæm mistök í vörn.

Víðir á leik í kvöld á heimavelli gegn Berserkjum.