Nýjast á Local Suðurnes

Stolið úr söfnun til barna- og unglingastarfs

Undanfarið hefur borið á því að dósum hafi verið stolið úr gámi sem komið hefur verið fyrir við íþróttahúsið í Vogum, en dósasöfnun er ein helsta fjáröflun Ungmennafélagsins Þróttar til barna- og unglingastarfs félagsins.

Þróttarar biðla til bæjarbúa að hafa augun opin og fylgjast með því að ekki sé stolið úr gámnum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Þróttar, en færsluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.