Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn áttu sviðið í pílukasti um helgina

Suðurnesjamenn áttu sviðið þegar 5. umferð ÍPS deildarinnar í pílukasti fór fram á Bullseye um helgina. Hörður Guðjónsson, Pílufélagi Grindavíkur (PG) vann Gulldeildina. Félagar í PG enduðu í fjórum af fimm efstu sætunum, en þeir Matthías Örn, Alexander Veigar og Pétur Rúðrik lentu í sætum 3-5.

Arngrímur Anton Ólafsson, Pílufélagi Reykjanesbæjar (PR) sigraði í Silfurdeild og tryggði sér þannig sæti í Gulldeildinnni í næstu umferð. Björn Steinar Brynjólfsson (PG) endaði í fjórða sæti Silfurdeildar og Árni Ágúst Daníelsson í því fimmta.