Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík tryggði sér sæti í Pepsí-deildinni

Það er orðið ljóst að Grindavík mun spila í Pepsi-deild karla á næsta tímabili, eftir 1-0 sigur á Fjarðabyggð á Grindavíkurvelli í dag.

Andri Rúnar Bjarnason tryggði sætið í Pepsídeildinni með glæsilegu skallamarki á 61. mínútu leiksins, eftir sendingu frá Alexander Veigari. Alexander Veigar misnotaði vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar, en það kom ekki að sök.