Nýjast á Local Suðurnes

Öllu flugi aflýst á Keflavíkurflugvelli – “Ekki hægt að athafna sig vegna veðurs”

Ekki heim­ilt að nota rana og slíkt á Kefla­vík­ur­flug­velli næstu klukkustundirnar og því er ekki hægt að at­hafna sig á vellinum vegna veðurs, segir talsmaður Icelandair.

Öllu flugi um völlinn hefur verið aflýst, en næsta skráða flug er um klukkan 21:00 í kvöld þegar flugvél á vegum Wizz Air frá Póllandi er væntanleg til lendingar.

Hægt er að fylgjast með upplýsingum um flug hér, eða á heimasíðum flugfélaganna.