Nýjast á Local Suðurnes

Dagbók lögreglu: Kærður fyrir vímuefnaakstur og vopnalagabrot

Tíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 126 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sektina á staðnum, rúmlega 86 þúsund krónur.

Skráningarnúmer voru fjarlægð af fimm óskoðuðum eða ótryggðum bifreiðum og fáeinir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra var án ökuréttinda og annar var með handjárn í bifreið sinni. Sá síðastnefndi verður því einnig kærður fyrir vopnalagabrot.