Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík semur við unga leikmenn í kvennaboltanum

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur gekk á dögunum frá samningum við fjórar ungar og mjög efnilegar stúlkur, Tinnu Björg Gunnarsdóttur, Kamillu Sól Viktorsdóttur, Elsu Albertsdóttur og Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem leikið hafa með Keflavík frá blautu barnsbeini.

Stelpurnar hafa allar verið í hópi liðsins á þessu tímabili en undirstaða kvennaliðsins eru ungar og efnilegar heimastelpur. Samið var til tveggja ára.