Nýjast á Local Suðurnes

Lionsklúbbar tóku höndum saman og gáfu spjaldtölvur

Mynd: Já.is

Lionsklúbbar í Reykjanesbæ, Lionsklúbbi Njarðvíkur, Lionsklúbbnum Æsu, Lionsklúbbi Keflavíkur og Lionessuklúbbi Keflavíkur færðu Íbúum Nesvalla og Hlévangs 4 spjaldtölvur ásamt sama fjölda heyrnartóla að gjöf. Þ

Þessar gjafir koma sér mjög vel þar sem engar heimsóknir eru leyfðar til íbúa á þessum fordæmalausu tímum og geta íbúar þá haft samskipti við og séð ættingja sína með því að nota myndsímtöl. Gjafirnar eru strax komnar í notkun og gleðja íbúa jafnt sem aðstandendur.