Bláa lónið segir upp 164 starfsmönnum

164 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp. Starfsmenn fengu tilkynningu um uppsagnir símleiðis í dag en uppsögnunum var fylgt eftir með tölvupósti.
764 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu í febrúar síðastliðnum en fjöldi starfsmanna eftir aðgerðirnar verður um 600, segir í frétt mbl.is.