Nýjast á Local Suðurnes

Sprenging í þátttöku í Bláa lóns þrautinni – Yfir 1.000 manns hjóla í gegnum Grindavík

Stærsta fjallahjólakeppni landsins, Bláa Lóns þrautin, fer fram á morgun, en stór hluti leiðarinnar liggur í gegnum land Grindavíkur og síðasti hluti hennar í gegnum bæinn sjálfan. Um 600 manns tóku þátt í keppninni í fyrra en alger sprenging hefur orðið í þátttöku og eru yfir 1.000 hjólreiðakappar skráðir til leiks í ár.

Það má því búast við stríðum straumi hjólreiðamanna á fleygiferð í gegnum Grindavík síðdegis en keppendur verða ræstir af stað frá Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 16:00 í dag.

Heimasíða keppninnar.