Nýjast á Local Suðurnes

Vildi skipta um bílaleigubíl eftir að hafa ekið utan í sjö staura á Reykjanesbraut

Lögreglumenn á eftirlitsferð um Reykjanesbraut veittu athygli ökumanni sem ók all tjónuðum jeppling í átt að Keflavíkurflugvelli. Hann var stöðvaður og kvaðst þá hafa ekið utan í vegrið á Reykjanesbraut á leið sinni til Reykjavíkur, því hann hefði ekki gert sér grein fyrir hve nærri því hann ók. Hann hefði því snúið við til að skipta um bílaleigubíl á Keflavíkurflugvelli. þar sem bíllinn sem hann var á hafði skemmst verulega.

Þegar að var gáð reyndist ökumaðurinn hafa ekið utan í sjö staura í vegriðinu á 90 til 100 km hraða að sögn hans.