Nýjast á Local Suðurnes

Mermaid fær fimm milljónir í þaraböð við Garðskaga

Mermaid – Geothermal Seaweed Spa, sem stefnir á að byggja lúxus heilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi hlaut hæstu úthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurnesja, fimm milljónir króna. Úthlutun úr sjóðnum fór fram í lok síðasta árs.


Áætlaður kostnaður við upp­bygg­ing­una er 1,3 millj­arðar króna og seg­ir Bogi Jónsson, verkefnastjóri, að líkja megi stærð Mermaid við Kraumu í Borg­ar­f­irði eða Font­ana á Laug­ar­vatni. „Við stíg­um mjög var­lega til jarðar og all­ar áætlan­ir gera ráð fyr­ir að þó að það kæmi ann­ar heims­far­ald­ur þá myndi rekst­ur­inn ganga á inn­lend­um ferðamönn­um,“ seg­ir hann, í samtali við Morgunblaðið, en gert er ráð fyr­ir að hjá Mermaid muni starfa um 45 manns auk þess sem starf­sem­in muni leiða af sér fjölda annarra starfa og styðja við fjöl­breytta starf­semi á svæðinu.

Mynd: mbl.is / Mermaid