Mermaid fær fimm milljónir í þaraböð við Garðskaga
Mermaid – Geothermal Seaweed Spa, sem stefnir á að byggja lúxus heilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi hlaut hæstu úthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurnesja, fimm milljónir króna. Úthlutun úr sjóðnum fór fram í lok síðasta árs.
Áætlaður kostnaður við uppbygginguna er 1,3 milljarðar króna og segir Bogi Jónsson, verkefnastjóri, að líkja megi stærð Mermaid við Kraumu í Borgarfirði eða Fontana á Laugarvatni. „Við stígum mjög varlega til jarðar og allar áætlanir gera ráð fyrir að þó að það kæmi annar heimsfaraldur þá myndi reksturinn ganga á innlendum ferðamönnum,“ segir hann, í samtali við Morgunblaðið, en gert er ráð fyrir að hjá Mermaid muni starfa um 45 manns auk þess sem starfsemin muni leiða af sér fjölda annarra starfa og styðja við fjölbreytta starfsemi á svæðinu.
Mynd: mbl.is / Mermaid