Nýjast á Local Suðurnes

Annar milljónavinningur til Reykjanesbæjar

Dregið var í Happ­drætti DAS í dag og aðal­vinn­ing­ur­inn að þessu sinni var átta millj­ón­ir króna. Sá sem hreppti vinn­ing­inn býr í Reykja­nes­bæ og er rúm­lega fimm­tug­ur að aldri að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá DAS. Vinn­ing­ur­inn er skatt­frjáls eins og all­ir vinn­ing­ar í Happ­drætti DAS.

Þetta er ann­ar dag­ur­inn í röð þar sem stór vinn­ing­ur fell­ur í skaut íbúa á Suður­nesj­um. Í gær nældi hepp­inn Suður­nesja­búi sér í tæp­lega tíu millj­ón­ir króna í Vík­ingalottó­inu.