Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar er sprelllifandi – Stefnir á að hlaupa 10 kílómetra maraþon

Auglýsing þar sem minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson voru auglýstir eftir að beinni útsendingu frá Eurovision lauk hefur vakið mikla athygli, enda brá mörgum í brún þegar hún var sýnd. Ástæða auglýsingarinnar er sú að Valdimar er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og stefnir að því að ljúka tíu kílómetrum í Reykjavíkurmaraþoninu í haust.

„Mig dreymdi að ég væri dáinn og það var sparkið sem ég þurfti til að byrja að gera eitthvað í mínum málum og minni heilsu,“ segir Valdimar í kynningarmyndbandi. Valdimar hefur þjáðst af kæfisvefni og glímt við ofþynd í lengri tíma.

„Ég hleyp kannski ekki allan tímann. Ég geng alveg eitthvað,“ segir hann. Hægt er að fylgjast með æfingum hans og áskoruninni inn á vefsíðunni minaskorun.is.