Nýjast á Local Suðurnes

Skjálfti að stærð 3,5 mældist norður af Reykjanestá

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð um 3 km norður af Reykja­nestá klukk­an 12.49 í dag. Nokkr­ir minni skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið.

Á vef Veður­stof­u seg­ir að ekki sé óeðli­legt að skjálfti af þess­ari stærðargráðu verði á svæðinu, enda séu skjálft­ar þar al­geng­ir. Minni skjálftarnir sem komu í kjölfarið hafa verið að stærð allt að 2,5 samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Þá hef­ur Veður­stof­an ekki fengið nein­ar til­kynn­ar um að fólk hafi fundið fyr­ir skjálft­an­um, segir í frétt mbl.is.