Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum Kadecoforstjóri kaupir álversbyggingu í Helguvík

Reykjanesklasinn ehf. gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík. Húsnæðið sem er um 25 þúsund fermetrar að grunnfleti hefur staðið autt um árabil. Ætlunin er að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið.

„Reykjanesklasinn fyrirhugar að koma þar upp „Græna iðngarðinum“ sem hýst getur innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins.

Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, en annar stofnenda Reykjanesklasans er Kjartan Eiríksson, fyrrum framkvæmdastjóri Kadeco.