Nýjast á Local Suðurnes

Vætusamt en nokkuð hlýtt framundan

Veður­stofa Íslands gerir ráð fyrir vætusamri viku framundan. Mikið er af aust­læg­um átt­um í vik­unni og þeim ætti að fylgja tals­verð úr­koma á fimmtu­dag og föstu­dag.

Spá­in fyr­ir daginn í dag er þó góð. Það er út­lit fyr­ir ein­hverja skúri vest­an­lands en ann­ars staðar þurrt og bjart, einkum aust­an­lands.

Á þriðju­dag kem­ur ein­hver bleyta yfir suðvest­ur­hornið, senni­lega seinni part dags.

Miðviku­dag­ur­inn verður að mestu leyti þurr.

Hit­inn fer mest upp í 15 stig á morg­un á Aust­ur­landi og verður um 11 stig á suðvestur horni landsins. Þó það verði vætusamt síðari hluta vikunnar helst hita­stigið nokkuð stöðugt rétt fyr­ir ofan 10 stig.