Nýjast á Local Suðurnes

Rússatogari dreginn á land í dag

Rússneski togarinn Orlik, sem legið hefur undir skemmdum í Njarðvíkurhöfn verður dreginn á land með kvöldinu, en undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir.

Eigandi togarans, Hringrás, mun síðan hefja niðurrif hans í kjölfarið. Til stendur að rífa hluta skipsins í höfninni og ljúka verkinu á athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur.