Nýjast á Local Suðurnes

Æfðu viðbrögð við stóru flugslysi

Viðbragðsaðilar æfðu í gær viðbrögð við flugslysi á Keflavíkurflugvelli.

Æfingin var sett upp sem skrifborðsæfing og á henni var gert ráð fyrir að flugvél með 150 manns um borð hafi farist við Keflavíkurflugvöll. Æfingin heppnaðist mjög vel og er ljóst að samvinna allra sem að svona stóru slysi koma er með eindæmum góð, segir í tilkynningu lögreglu á Facebook.