Nýjast á Local Suðurnes

Kynning á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar – Verður erfitt þrátt fyrir lækkun skulda

Náist samkomulag við kröfuhafa verður skuldaviðmið Reykjanesbæjar enn töluvert hærra en hjá öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir lækkun skulda um 6.350 m.kr.. Skuldaviðmiðið yrði auk þess enn yfir því skuldahlutfalli sem getið er í fjármálareglum Sveitarstjórnarlaga en það má ekki vera umfram 150%, eftir niðurfellingu verður þetta hlutfall 195% hjá Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í kynningu á fjármálum sveitarfélagsins sem Reykjanesbær hefur gert aðgengilega á vef sínum, en þar er að finna helstu niðurstöður viðræðna Reykjanesbæjar við kröfuhafa, og tillögur að samkomulagi.

Smelltu hér til að skoða kynningu. – 304KB