Keflavík sektað fyrir punghögg þjálfara
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflavíkur sleppur við leikbann vegna atviks sem átti sér stað að loknum leik liðsins gegn HK í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 24. maí síðastliðinn var knattspyrnudeild Keflavíkur þó sektuð um 75.000 krónur, vegna framkomu þjálfarans eftir umræddan leik.
Þorvaldi var heitt í hamsi eftir leikin og virtist kýla Reyni Leósson þjálfara HK í punginn að leik loknum, en atvikið náðist á myndband sem sjá má hér.
Framkvæmdastjóri KSÍ vísaði máli þjálfarans til aga- og úrskurðarnefndar í samræmi við 21.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.